Er ekki eitthvað að siðferði þessara manna?

Það að lán sjálfum sér milljarða til að treysta stöðu bankans og á sama tíma að hagnast um tugi milljóna án þess að taka nokkra áhættu og óháð því hvort það treysti stöðu bankans, er ekki allt í lagi heima hjá þér Sigurður?  Hverskonar aðgerðir eru það sem tryggja einum tugi milljarða á kostnað annars en sá sem borgar hann er að hagnast og tryggja sig?  Hvernig er hægt að segja svona vitleysu? Er ekki kominn tími til að þú skammist þín?


mbl.is Sigurður segir engin lög hafa verið brotin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru Lífeyrissjóðirnir einhver trygging fyrir okkur í framtíðinni?

Þegar gamall maður horfir til baka og veltir því fyrir sér hvernig hann hafi komið ár sinni fyrir borð er ekki að undra að hann horfi á lífeyrinn sinn.  Stoltur maður sem ég þekki hann sagði ávalt að það væri mikilvægt að vera í verkalýðsfélaginu og borga í lífeyrissjóðinn því það væri trygging hans og konunnar fyrir áhyggjulausu lífi í ellinni.  Hann vann úti og konan var heima og sá um börnin, nú er hann að njóta ávaxtanna, en þá kemur upp vandamálið.  Lífeyrissjóðurinn er ekki þeirra lífeyrir nema að litlu leyti.  Þeir hafa bein áhrif á bætur konunnar þar sem hann fær svo mikinn lífeyri en þar sem hann er sjúklingur og þarf að vera á hjúkrunarheimili þá fær hann bara lítinn hluta af lífeyrinum annað rennur til hjúkrunar heimilisins.

Konan hans sem eftir situr heima hefur úr litlu að moða, hún á jú ekki þessa peninga nema að því leiti að þeir lækka hennar bætur, en hún nýtir þá ekki því þeir fara til greiðslu á hjúkrunar heimili mansins.  Hefði þeim ekki verið betur borgið með engan lífeyri?  Með 12% hærri laun á starfsævinni og þá meira til skiptanna fyrir þau bæði.

Þannig að lífeyrissjóðirnir eru enginn trygging fyrir okkur í framtíðinni, þeir eru bara skattheimta þar sem 12% af laununum okkar er sett i hendurnar á mönnum sem við þekkjum ekki og þeir nota svo peningana til að kaupa í bönkum og borga undir rassinn á sjálfum sér.

Ég legg því til að við afnemum skyldu að lífeyrissjóðum.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband